Tootles

Thursday, January 25, 2007

Babyfever
Ég er búin að vera passa Arnald Loga systurson minn tvo daga í vikunni. Drengurinn er átta mánaða og mesta yndi í geiminum. Svo rólegur og þægilegur að það þarf lítið sem ekkert að hafa fyrir honum. Eftir þessa daga er ég algjörlega barnaóð. Mig langar í fyrsta skipti á ævi minni í mitt eigið barn. Eggjastokkarnir klingja svo hátt að ég er að springa. Það hjálpaði ekki upp á þegar eldri systursonur minn tæplega þriggja ára gutti labbaði til mín og sagði: Tótla ég elska þig og kyssti mig svo á vangann. Hljóp svo til móður sinnar og tilkynnti að hann hefði sko elskað Tótlu sína.

Svo eru allir í kringum mig ólettir eða nýbúnir að eiga. Alls staðar eru lítil krúttleg börn. ARG!

Annars lenti ég í snilldar senu í miðbænum þegar ég var að svæfa litla guttann í vagninum sínum í bankastrætinu. Það labbaði upp að mér ungur maður frá kirkju Jesú krists og byrjaði að spjalla.

M: Do you belive in Jesu christ

Tótla: uhm no

M: Not even a litle bit

T: No, not at all

M: DO you want to learn about our church?

T: No thank you, I have no interest in your church

M: What about your child miss, do you want it to go to hell?

T: uhmmm this isnt my child and I dont belive in hell either

Hérna tók maðurinn dramatíska pásu og gerði krossmark yfir vagninum.

T: Could you please just leave us alone.

M: I hope you will regret your actions before its to late miss. You and the child will go to hell.

Ég strunsaði í burtu hálfhlægjandi beint í fangið á Bjarna Bernharð sem öskraði ljóð í eyrað á mér. Ég tók honum fagnandi eftir atvikið með Jesúmanninn og splæsti í eina bók frá honum. Hmmm það segir kannski eitthvað um mig að hafa meiri áhuga á hvað geðsjúkur morðingi hefur að segja en trúboði krists.

Thursday, December 14, 2006

Wednesday, December 13, 2006

Tótla klára
Jamms finnst ég vera ótrúleg gáfuð í augnablikinu. Tveir eldri og vitrari laganemar spurðu mig spurningar áðan og ég svaraði henni með glans án þess að hika.

Spurningin var reyndar hvernig losnaði Mjallhvít við eitraða eplið. En það er annað mál, ég vissi eitthvað sem þau vissu ekki. Hurra

Thursday, November 23, 2006

Ég er farin að halda að það sé bölvun á mér.
Það bakkaði bíll á mig í gærkvöldi. Ég datt í jörðina og rann undir bílinn og hann keyrði svo bara í burtu. Ég lá aðeins í snjónum og fór yfir líkamann minn og sá að ekkert var brotið og mér var ekkert sérstaklega illt nein staðar. Þar sem ég var símalaus stóð ég bara upp og rölti mér heim.

Mér fannst þetta bara svo ótrulega súrt að ég veit eiginlega ekki enn hvernig ég á að bregðast við þessu. Er smá marin og verkjar aðeins í kroppinn en er að öðru leyti heil. Það sem er aðallega að trufla mig er hvernig helv. bílstjorinn gat fengið af sér að keyra bara í burtu.

Þannig að ef þú varst að keyra grænan bíl í Granaskjólinu klukkan eitt í gærkvöldi þá langar mig bara að segja þér að þú ert fífl og ég hata þig!!

Wednesday, November 01, 2006

Tilfinningasveiflur er pottþétt orð dagsins.

Ég er til skiptis ofur hamingjusöm og svo glöð að vera til að ég er að springa eða mig langar bara einfaldlega ekki að vera til og vil helst bara hverfa.

Hausinn á mér á sitt eigið líf og ég skil stundum ekkert í honum.

Wednesday, October 25, 2006

Mér finnst heimurinn alltaf að verða brenglaðari og brenglaðari. Þetta ógeðslega raðnauðgaramál sem er í gangi núna truflar mig alveg endalaust mikið. Hvernig geta tveir menn sammælst um að fara út saman og misþyrma stelpum? Þegar ég les og heyri svona þá langar mig bara að fara og hverfa eitthvert ofan í holu.

Eftir að ég kom heim frá Kenya hafa konur á öllum aldri nálgast mig og sagt mér sínar sögur af ofbeldi. Stundum er það vinkonur mínar en oft líka bara konur sem ég þekki ekki neitt en hafa einhverja þörf til að deila með mér sinni reynslu. Hafa líklega heyrt eitthvað af mínu máli og virðast finna til einhverrar samkenndar. Á tímabili gekk það svo langt að ég réði einfaldlega ekki við meiri viðbjóð og fór bara að skæla þegar fólk byrjaði að segja mér frá. Mér fannst eins og hver ein og einasta kona á Íslandi hefði verið misþyrmt og það talaði bara enginn um það. Ég spurði þær líka allar hvort þær hefðu kært og hvað haldiði að svarið hafi verið undantekningarlaust?

Nei það er aldrei gert neitt í svona málum eða nei það hefði verið svo erfitt fyrir mig að sanna það eða nei ég treyst mér ekki í það o.s.frv. Ég skil það mjög vel að vissu leyti en það er bara svo sorglegt að fólk komist upp með svona lagað. Já það er ekki bara ofbeldi í útlandinu, Ísland er alveg jafnslæmt.

Wednesday, October 18, 2006

Lífið hjá mér þessa daganna er enginn dans á rósum. Inngangsprófið í lögfræðinni er á laugardaginn næsta þannig ég bý hálfpartinn á þjóðarbókhlöðunni sem er svo sem ágætt. Berst við það að halda mér við lestur sem er oft mjög erfitt þar sem ég á einstaklega auðvelt með að fara að dagdreyma um eitthvað allt annað

Ég og Elín erum komnar með mikla drauma um að stofna munaðarleysingjahæli í Zimbabwe eða í Kenýa og komnar langt með pælingar um fjármögnun og annað slíkt. Ég dett oft inn í þær pælingar í lengri tíma þangað til ég slæ mig utan undir og held áfram. Málið er bara að það er svo margt spennandi að gerast í heiminum sem mig langar að taka þátt i og fæst af því er á Íslandi.

Hinn uppáhaldsdagdraumurinn minn er fríið mitt í Flórens. Ég er búin að panta flug út 27.des og heim aftur 10 jan. Oft er ég að hugsa til seinustu ferðar til Flórens þar sem ég eyddi heilu dögunum í að rölta um torg og sitja á kaffihúsum með kaffibolla eða rauðvinsglas.

Svo þegar ég dett aftur inn í alvöru heiminn minn á þjóðarbókhlöðunni fer ég að horfa að horfa i kringum mig og pæla í fólkinu sem situr nálægt mér. Hvað það sé að læra og hvernig líf það eigi og svo framvegis. Annars er svo ótrúlega mikið af skrýtnu og skemmtilegu fólki hérna.

Það labbaði að mér strákur áðan og tilkynnti mér það að ég væri guðdómlegur dansari. Ég fór bara að hlægja þar sem ég hef ekki álitið mig einhvern sérstakan dansara fram að þessu. Ég spurði hann hins vegar hvar hann hefði eiginlega séð mig dansa. Þá var það á Sólon. Ég roðnaði niður í tær og forðaði mér í burtu. Málið er að ég og vinkonur mínar notum sólon til að dansa eins og fífl því að þar er hvors sem er aldrei neinn sem við þekkjum og við getum hagað okkur eins og hálfvitar. Við keppum yfirleitt í titlinum versti dansarinn. Það getur verið allt frá kjúklingadansinum yfir í trylltan tangó við Justin Timberlake. Þannig að úfffffff þessi drengur var spes...

Annars ætla ég að reyna að massa þetta nám áður en ég fer að hugsa um eitthvað allt allt annað.